Ótrúleg staða Samfylkingar

Ég verð að segja að ég skil ekki hvernig Samfylkingunni tókst að komast í gegnum undanfarna mánuði hafandi verið í fyrri ríkisstjórn sem talin er að hafi legið á alvarlegum upplýsingumum stöðu mála hér á landi , en nú er vitað að ekkert var gert með þessar upplýsingar, heldur fóru fulltrúar fyrri ríkisstjórnar, ásamt útrásarvíkingum  útí heim og kepptust við að bera þessi aðvörunarorð til baka og mönnum þar á bæ talið trú um að allt sé í góðu lagi á Íslandi.  Með öðrum orðum þá hefur þessum stjórnmálaflokki tekist að fá fólk til að gleyma þessum alvarlegu staðreyndum með því að setja Jóhönnu Sigurðar í fremstu víglínu og setja Ingibjörgu á hilluna svona í bili amk.  Með þessu gekk nýr flokkur hafi stigið fram á sviðið og allt það rugl sem fyrri ríkisstjórn hefur verið uppvís um,  er nú ekki lengur mál Samfylkingar.  Nei eins og menn vita þá axlaði Samfylkingin ábyrgð með því að segja upp Sjálfstæðisflokknum upp.  Þetta kallast að axla ábyrgð á þeim bænu,  og byrja nýtt hjónaband með nýjum eins og ekkert hafi ískorist. Svo til að krydda lukku Samfylkingarinnar núna fyrir kosningar þá fundu menn ámælisverða hluti í styrkjamálum Sjálfstæðisflokksins og hafa augu allra beinst í þá átt þessa dagana.  Það er ljóst að herfræðingar Samfylkingar hafa staðist prófið með því að koma flokknum frá óþægilegri umræðu hrunsins og náð að setja hann í fremstu víglínu við uppbyggingu á hinu nýja Íslandi.   Ótrúlegt en satt..

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Þegar eitthvað hrynur, þá eru væntanlega fyrir því einhverjar ástæður. Undirstaðan getur verið veik, gölluð eða skökk. Byggingin getur hafa verið reyst af vanþekkingu, hönnun verið ábótavant eða efnisvalið ekki rétt. Húsvörður sem ráðinn er rétt áður en byggingin hrynur og hefur hvergi komið að byggingunni, er væntanlega ekki ábyrgur fyrir sjálfri byggingunni. Viðhaldið hefur líka verið óvandað og flausturslegt, þó reynt væri að mála yfir sprungurnar og láta allt líta vel út. Húsvörðurinn er að vinna með aðalarkitekt og byggingarmeistara og það getur verið miklum erfiðleikum bundið fyrir húsvörðinn að fá arkitektinn og byggingameistarann til að ráðast í viðamiklar endurbætur. Meira að segja eftir að allt hrynur á húsvörðurinn erfitt með að fá hinn til að hlusta og hefjast handa. Þolinmæði húsvarðarins þraut og hann fékk með sér smið til að taka til hendinni. Það er sko ekkert skrítið þó fólkið vilji frekar fylgja húsverðinum og smiðnum, en þeim sem byggði upp það sem hrundi eins og spilaborg.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 15.4.2009 kl. 21:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gunnar Þór Sigbjörnsson

Höfundur

Gunnar Þór Sigbjörnsson
Gunnar Þór Sigbjörnsson

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband