14.12.2011 | 15:35
Noregur besta land í heimi ?
Stýrivextir lækka í Noregi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.9.2009 | 20:32
Samvinna eina leiðin úr vandanum,
Skoðum þessa leið.
Í dag eru mikið eignabál í gangi á eignum landsmanna og er fólk að sjá eignarhlut sinn hverfa vegna okurvaxta og verðbólgubáls. Það liggur fyrir að ef ekkert verður að gert er mikil hætta á því að fólk gefist upp og hætti að borga og munu þá lánastofnanir sem eiga þessi lán verða af miklu fjárstreymi vegna þessa og eignast hús í bunkum sem er raunveruleg ógn við alla. Jón semur við lánasjóðinn
Dæmi : Jón Jónsson á þetta fína hús, Jón skuldar í þessu húsi í dag 25 milljónir en þessi tala hefur hækkað mikið síðustu mánuði og ef fer sem fram horfir þá mun eignarhlutur Jóns smám saman hverfa vegna lækkandi fasteignaverðs og hækkandi áhvílandi láns, þannig að það vinnur allt gegn Jóni með hans eignarhlut, og á endanum mun Jón sá sér hag í því að hætta að borga og afhenda lykla af húsinu. Ég vill að við skoðum þann möguleika að húseigandi og lánasjóður taki saman höndum geri með sér tímabundin samning. Lausn Jóns felst í því að hann gerir samning við lánasjóðinn um innlausn á veðhluta sem lánasjóðurinn á í húsinu til ákveðins tíma t.d. 2 ár og mun þá lánasjóðurinn eiga eignarhlut uppá 25.000.000 í húsinu sem metið er á 40.000.000 en þetta gæti verið ca 65% af eignarverðmæti á þessu húsi. Það sem gerist við þennan gjörning er að Jón losnar undan láninu þennan tíma og eignarhlutur Jóns verður tryggður á sama hátt og eignarhlutur lánasjóðsins. Fyrir nýtingu á eign lánasjóðsins gerir Jón svo leigusamning við sjóðinn á ákveðnu gengi og mun þá greiða leigu sem tekur mið af eignarprósentu sjóðsins í húsinu sem er í þessu dæmi 65%.. Samningur þessi yrði svo endurskoðaður að 2 árum liðnum og þá með kaup Jóns á hlut sjóðsins að öllu leiti eða hluta.Hver er svo ávinningurinn ? Hann er sá að í stað þess að lánasjóðurinn missi mögulega greiðslur frá Jóni þá býr hann til hvata fyrir Jón að halda áfram að borga af húsinu, núna tímabundið með leigugreiðslum, og búa áfram í því, en hvatinn fellst í verndun eignarhlut Jóns í þessum samningi. Einnig má sjá fyrir sér að ef Jón vill selja þá gæti hann selt samning sinn til þriðja aðila og sé ég fyrir mér að hús með svona samning gætu verið eftirsótt vara og myndi þá þriðji aðili borga Jóni fyrir sinn hlut og taka við leigusamningi sem gerður var og gætum við mögulega séð hreyfingu fara af stað á húsnæðismarkaði samhliða þessari aðgerð, Með þessari leið græða báðir aðilar þar sem tap sjóðsins á greiðslu verðtryggingar af láninu eru í raun léttvægar í samanburði við það tjón ef Jón gefst upp og hættir að borga
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.4.2009 | 12:42
Staðan á Íslandi
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.4.2009 | 11:56
Framsókn hefur skýra stefnu í Evrópumálum. En hvað með hina flokkana ?
Menn hafa nefnd Samfylkingu eina flokkinn sem haldi Evrópumálum á lofti og sé eini flokkurinn sem hafi einhverja stefnu í þessum málum fyrir kosningar, en það er svo sannarlega ekki rétt, Framsókn fór í gegnum þessi mál í lok síðasta árs og voru þessi mál tekin fyrir í kjördæmum flokksins víða um land og voru menn sammála því að nauðsynlegt sé að farið verði í aðildaviðræður og samningur lagður fyrir þjóðaratkvæði, þetta er skýrt og klárt í ályktun flokksins og hefur verið síðan í janúar.
Það var einmitt meðal annars vegna Evrópumála sem Guðni ákvað að stíga til hliðar á sínum tíma en hann hafði mjög sterka skoðun á þessum málum, svo það er með ólíkindum hvað menn eru fljótir að gleyma og hvet ég menn til að skoða fréttagreinar frá þessum tíma til að rifja upp þessi mál hvað Framsókn varðar.
Samhliða þessu settum við samningsmarkmið sem við drögum fram ákveðin mál sem við viljum standa vörð um í samningaviðræðunum, sem við teljum rétt að gera, en Samfylking leggur ekki fram neitt í þá áttina og því hlítur maður að draga þá ályktun að allt sé falt fyrir aðild, þessu erum við í Framsókn ekki sammála og teljum við að þó svo menn hafi skilyrði eins og þau sem við nefnum, landbúnaðinn, sjávarútveginn, orkulindirnar þetta teljum við framsóknarmenn að þurfi að verja sérstaklega og er með öllu óskyljanlegt að þessi ákvæði þýði að við séum ekki hlyntir aðildarviðræðum.
Framsókn hvetur til umræðu um þetta mikilvæga mál þeas evrópumálin og fáum á hreint hvernig Samfylking og aðrir ætlar að vinna þessi mál og hverju á að fórna.
Okkar þjóð er samofin þessum þrem þáttum sem við viljum standa vörð og því er alls ekki óhugsandi að hægt verði að semja um þessi atriði þeas ef við förum í þessi mál núna fljótlega.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 20:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.4.2009 | 21:08
Ótrúleg staða Samfylkingar
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
15.4.2009 | 11:06
Við Íslendingar erum ótrúlegir snillingar
Hér á landi hafa menn verið að deyja úr áhyggjum á því hver hafi styrkt hvern og hversu mikið og hversu mikil spilling var á bakvið hverja krónu. Menn telja einnig mikilvægt að stjórnmálamenn opni sitt bókhald og sýni allt sem hægt er að sýna helst Vísayfirlitið ef hægt er . Einnig hafa menn karpað um hvernig eigi að skera niður í innri stoðum þessa þjóðfélags. En höfum við engar áhyggjur á því að núna er verið að ganga frá því við kröfuhafa að við ætlum að skuldbinda okkur til að greiða allar erlendar skuldir íslands,, en frá því verði ekki komist að sögn þeirra sem nú stjórna því ef við borgum ekki þá vilji engin eiga viðskipti við okkur í framtíðinni. Ef það er rétt sem fram kemur að skuldir okkar séu um 2200 milljarðar þá er ekki langt frá lagi að vaxtabyrgði af þeirri upphæð um 100 milljarðar ef við miðum við 5% vexti
Hvernig væri að fá umræðu um þetta fyrir kosningar, ég get ekki séð að við séum að gera gáfulega hluti með því að halda að þjóðinni málum sem skipta ekki sköpum varðandi afkomu þessa lands ég vill sjá umræðu um það hvernig menn ætla að taka á þessum skuldamálum okkar gagnvart erlendum kröfuhöfum og eins hvernig menn ætla að vinna þetta Ice save mál það eru þessi mál sem skera úr um það hvort við verðum í fjötrum skulda til framíðar eða ekki en núna hafa farið fram 2 fundir í sjónvarpinu og engin umræða um þetta HVAÐ ER AÐ GERAST.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Gunnar Þór Sigbjörnsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar